Markmið ungbarnaverndar er að stuðla að því að börn fái að þroskast við þau bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á, á hverjum tíma.

Fyrstu níu vikurnar eftir fæðingu barns fara hjúkrunarfræðingar stöðvarinnar í vitjanir heim til fjölskyldunnar. Fjöldi vitjana í heimahús miðast við þarfir fjölskyldunnar, þó aldrei færri en 4 vitjanir.

Fyrsta læknisskoðun á heilsugæslustöðinni er við 6 vikna aldur. Ónæmisaðgerðir hjá börnum hefjast við 3ja mánaða aldur. Síðan eru reglubundnar skoðanir hjá hjúkrunarfræðingi og heimilislækni eða barnalækni fram að skólaaldri.

 

 Aldur  Hver skoðar  Hvað er gert
 < 6 vikna  Hjúkrunarfr.  Heimavitjanir
 6 vikna  Hjúkrunarfr. og læknir  Skoðun
 9 vikna  Hjúkrunarfr.  Heimavitjun eða skoðun á heilsugæslustöð
 3 mánaða Hjúkrunarfr. og læknir  Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu.
 5 mánaða  Hjúkrunarfr.  Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu
 6 mánaða  Hjúkrunarfr.  Skoðun og bólusetning gegn Meningókokkum C
 8 mánaða  Hjúkrunarfr.  Skoðun og bólusetning gegn Meningókokkum 
 10 mánaða  Hjúkrunarfr. og lækni  Skoðun
 12 mánaða  Hjúkrunarfr.  Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu. PEDS Mat foreldra á þroska barna.
 18 mánaða  Hjúkrunarfr. og læknir  Skoðun og bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu, PEDS Mat foreldra á þroska barna
 2 1/2 árs  Hjúkrunarfr. Skoðun, PEDS Mat foreldra á þroska barna, BRIGANCE þroskaskimun
 4 ára  Hjúkrunarfr. Skoðun, sjónpróf, PEDS Mat foreldra á þroska barna, BRIGANCE þroskaskimun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki og stífkrampa í einni sprautu

 

Á heilsugæslustöðinni eru brjóstagjafaráðgjafar með móttöku. 

Brjóstagjafaráðgjafarnir eru hjúkrunarfræðingar með alþjóðleg réttindi til ráðgjafar um brjóstagjöf.

Markmið móttökunnar er að efla brjóstagjöf og veita konum með börn á brjósti bestu þjónustu sem hægt er.

Verkefni móttökunnar eru:

  • Að koma í veg fyrir, þekkja og leysa vandamál tengd brjóstagjöf

  • Fræðsla til foreldra um brjóstagjöf

Móttakan er opin alla daga vikunnar frá kl. 10:00 til 16:00. Móttökuritarar taka niður beiðnir um ráðgjöf í síma 540-9400.

Brjóstagjafaráðgjafar stöðvarinnar eru:

  • Alma María Rögnvaldsdóttir, IBCLC

  • Harpa Lind Hilmarsdóttir, IBCLC