Hjúkrunarmóttakan er opin alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:00. Þar er hægt að bóka tíma en einnig má leita til stöðvarinnar án þess að gera boð á undan sér. Læknir er alltaf á bakvakt í móttökunni.
Boðið er upp á símaráðgjöf. Ef hjúkrunarfræðingurinn er upptekinn tekur móttökuritari niður skilaboð og haft er samband um leið og færi gefst. 

Í hjúkrunarmóttöku er veitt eftirfarandi þjónusta:

Framkvæmdar eru eftirfarandi rannsóknir og mælingar:

  • mælingar á blóðþrýstingi
  • lungnaþolspróf (öndunarmælingar)
  • hjartalínurit
  • einfaldar blóð- og þvagrannsóknir

Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á heilsugæslustöðinni starfa við:

Hjúkrunarfræðingar bjóða upp á ráðgjöf, eftirlit og stuðning við einstaklinga sem eru með sykursýki, of háan blóðþrýsting eða eru of þungir.

Bóka þarf tíma hjá hjúkrunarfræðingi vegna ráðgjafarinnar.

Einstaklingurinn skal alltaf hitta heimilislækninn sinn fyrst og ræða við hann um vandamálið.