Önnur þjónusta sem fram fer á stöðinni er:

Heimilislæknar stöðvarinnar framkvæma krabbameinsskoðanir í samvinnu við Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands.

Sýni eru send til Krabbameinsfélagsins til rannsóknar og ef eitthvað óeðlilegt kemur í ljós er haft samband við þær konur er hlut eiga að máli.

Eldri borgarar geta leitað beint til ákveðins hjúkrunarfræðings stöðvarinnar með sín heilsufarsvandamál.

Hann er tengiliður stöðvarinnar við Heimaþjónustu Reykjavíkur.

Móttökuritarar taka niður skilaboð og hjúkrunarfræðingurinn hringir til baka.