Tannhirða er mikilvæg alla ævi, en áherslur eru mismunandi eftir aldursskeiðum. Fjölbreytt fræðsluefni hefur verið gert af Embætti landlæknis m.a. í samvinnu við  Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og barnatannlækna á Íslandi. Efnið er ætlað almenningi, kennurum og heilbrigðisstarfsfólki.
28.12.2017 11:12

Gjaldfrjálsar tannlækningar fyrir öll börn með skráðan heimilistannlækni

Frá 1. janúar 2018 er kostnaður vegna tannlækninga barna, sem skráð eru með heimilistannlækni, greiddur að fullu af SÍ, að frátöldu árlegu 2500 kr. komugjaldi. Börn...
Nánar
25.01.2017 08:56

Tannverndarvika 30. janúar - 3. febrúar 2017

Veggspjaldið Þitt er valið hefur verið uppfært og endurútgefið á vegum Embættis landlæknis en þar má á myndrænan hátt sjá sykurmagn og sýrustig nokkurra algengra...
Nánar

Frá 1. janúar 2017 er kostnaður vegna tannlækninga barna á aldrinum 3 ára til og með 17 ára greiddur að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2500 kr. árlegu komugjaldi. 

Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin hafi skráðan heimilistannlækni og því eru þeir foreldrar sem ekki hafa gengið frá skráningu í Réttindagátt hvattir til að panta tíma hjá tannlækni sem fyrst, sem aðstoðar við skráninguna.  Lista yfir heimilistannlækna má nálgast á vef Sjúkratrygginga. 

Upplýsingar til foreldra þriggja ára barna um fríar tannlækningar ásamt hvatningu um að panta tíma hjá tannlækni þegar barnið nær þriggja ára aldri. 

Textann má nálgast á albönsku, arabískuensku, pólsku, rússnesku, serbnesku/króatísku, spænsku, tailensku, víetnömsku auk íslensku

Upplýsingar til foreldra 6-17 barna um fríar tannlækningar ásamt hvatningu um að panta tíma hjá tannlækni ef barnið hefur ekki farið í tanneftirlit á síðustu tólf mánuðum. 

Textann má nálgast á albönsku, arabískuensku, pólsku, rússnesku, serbnesku/króatísku, spænsku, tailensku, víetnömsku auk íslensku.

Free Dental Services for Children - Fríar tannlækningar barna - Enska

Bezpłatne usługi dentystyczne dla dzieci - Fríar tannlækningar barna - Pólska

Nemokamos odontologo paslaugos vaikams - Fríar tannlækningar barna - Litháíska