Njóttu þess að borða
Njóttu þess að borða: Námskeið fyrir konur í yfirvigt
Uppbygging námskeiðs:
Námskeiðið hefur sýnt góðan árangur hjá ungum konum. Það er ætlað konum með líkamsþyngdarstuðul (BMI-stuðul) 30 kg/m² og yfir.
Heildræn nálgun sem byggir á hugrænni atferlismeðferð (HAM), þjálfun svengdarvitundar (AAT), hreyfingu, slökun og heilbrigðu mataræði.
Námskeiðið stendur í 15 vikur, hóptímar eru 14 og einstaklingstímar þrír. Hóptímar eru að meðaltali 3-4 sinnum í mánuði í tvo tíma í senn og byggja á hópefli, fræðslu, fyrirlögn heimavinnu, gönguferðum, teygjum og slökun.
Árangursmat:
Meðan á námskeiði stendur eru lagðir fyrir kvarðar sem meta lífsgæði, lífsstíl og einkenni þunglyndis. Hæð er mæld í upphafi og þyngd reglulega á námskeiðstíma.
Þátttakendur þurfa að:
- Mæta í alla tíma
- Vinna og skila heimaverkefnum
- Boða forföll í tíma til leiðbeinenda
Markmið námskeiðs:
Aðstoða þátttakendur við að breyta lífsstíl til frambúðar með því að breyta hugarfari, matarvenjum og hreyfingu og draga þannig úr líkum á neikvæðum heilsufarsáhrifum sem offita getur valdið.
Dagskrá hóptíma:
|
|
Um námskeiðið
Námskeiðið þróuðu Helga Lárusdóttir hjúkrunarfræðingur MPH og Helga Sævarsdóttir hjúkrunarfræðingur MPH
Leiðbeinendur eru Helga Sævarsdóttir og Rósíka Gestsdóttir hjúkrunarfræðingur
- Næsta námskeið hefst 23. ágúst 2017. Skráning er hafin.
- Upplýsingar í síma 585-7800 eða hjá Helgu Sævarsdóttur
- Staður: Heilsugæslan Árbæ
- Tímasetning hóptíma: kl. 16 -18 á miðvikudögum
- Verð 20.000 kr.
Skráning
Þeir sem áhuga hafa geta sent tölvupóst til að láta skrá sig á lista, (vinsamlegast gefið upp nafn, aldur og símanúmer í tölvupóstinum).