Heilsan mín - meðgangan: heilsunámskeið fyrir barnshafandi konur í yfirvigt.

Námskeiðið er skipulagt út frá rannsökuðum úrræðum sem hafa sýnt góðan árangur hjá ungum konum. Heildræn nálgun sem byggir á áhrifum hugsana á líðan, þjálfun svengdarvitundar (AAT), hreyfingu, slökun og heilbrigðu mataræði. Í upphafi og lok námskeiðs verða lagðir fyrir kvarðar  sem meta lífsgæði, einkenni þunglyndis og lífsstíl.

“Það gerði bara helling finnst mér. Sneri aðeins hugsuninni við. Ég er búin að léttast um 40 kg síðan. Þannig að hluti af því er allavega út af námskeiðinu” (Hildur)*
* Offita á meðgöngu: Reynsla barnshafandi kvenna af námskeiðinu Heilsan mín.
Lokverkefni Guðríðar Þorgeirsdóttur í ljósmóðurfræði 2014.

Í boði eru vikulegir hóptímar í sex skipti. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

1. tími

Hugmyndafræði og fyrirkomulag námskeiðs - Afleiðingar offitu - Mikilvægi heilbrigðs lífsstíls á meðgöngu - Markmiðasetning  - Slökun

2. tími

Jákvæð áhrif reglulegrar hreyfingar - Heilbrigðar matarvenjur – Magamerkin- Sjálfsmynd – Slökun

3. tími

Gönguferð og spjall – Slökun

4. tími

Tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar – Slökun

5. tími

Þjálfun Svengdarvitundar – Mettunartilfinning - Ráðleggingar um mataræði – Slökun

6. tími

Upprifjun - Slökun

Námskeiðin eru haldin í Þönglabakka 1 í Mjódd, 2. hæð. Inngangurinn er austan megin, á sömu hlið og inngangurinn í Nettó og við hlið Rauða kross búðarinnar.Námskeiðið er á  fimmtudögum frá kl. 08:30 - 10:00

Næsta námskeið: