Ofbeldi í nánum samböndum

  Ofbeldi í nánum samböndum

  Klínískar leiðbeiningar um mat og fyrstu viðbrögð við ofbeldi í nánum samböndum.

  Þessum leiðbeiningum er ætlað að vera hjálpartæki fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður við greiningu og fyrstu viðbrögð við ofbeldi í nánum samböndum. Markmið þeirra er að auðvelda þolendum að greina frá ofbeldinu svo hægt sé að meta afleiðingar þess á heilsu þeirra og vísa þeim á viðeigandi úrræði eða meðferð. Með leiðbeiningum fylgir bæklingur og flýtispjald. Flýtispjaldið er til þess að auðvelda notkun leiðbeininganna.

  Ofbeldi í nánum samböndum: Mat og viðbrögð: Klínískar leiðbeiningar, 2012

  Ofbeldi í nánum samböndum: flýtispjald

  Í bæklingnum eru upplýsingar um úrræði fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum.

  Ofbeldi í nánum samböndum: bæklingur

  Æskilegt er að þeir sem nota leiðbeiningarnar hafi sótt námskeið um notkun þeirra, hafi þeir ekki hlotið þjálfun í samskiptum við þá sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Boðið verður upp á slík námskeið eftir þörfum. 

  Leiðbeinendur á námskeiðunum verða:

  • Ástþóra Kristinsdóttir ljósmóðir og hjúkrunarstjóri Heilsugæslunnar Hvammi; 
  • Páll Biering dósent í geðhjúkrun við H.Í.
  • Valgerður Lísa Sigurðardóttir ljósmóðir á Kvennasvið LSH og klínískur lektor við H.Í.

   Þeir sem hafa áhuga á námskeiði skulu hafa samband við Pál Biering eða Ástþóru Kristinsdóttur.

  Fannst þér efnið hjálplegt?

  Af hverju ekki?