Bólusetningar barna

Í tengslum við Fræðadagana verður haldinn Fræðsludagur um bólusetningar barna á vegum Embættis landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Fræðsludagurinn er miðvikudaginn 30. október í Þingsal 2, Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52.

Ekkert þátttökugjald er en vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið juliana@landlaeknir.is fyrir 23. október 2019.

Dagskrá

12:00-12:30   Skráning og kynning á framkvæmd bólusetninga
Fundarstjóri:   Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) 
     
12:30-12:40   Fræðsludagurinn settur
12:40-13:10   Nýjar og gamlar bólusetningaráðleggingar sóttvarnalæknis - Kamilla S. Jósefsdóttir, barnalæknir
13:10-13:30   Bólusetningar á meðgöngu við inflúensu og kíghósta - Ragnheiður Bachmann, ljósmóðir
13:30-13:50   Áhrif kíghóstabólusetningar á meðgöngu nýbura - Ásgeir Haraldsson, barnalæknir Barnaspítala
13:50-14:00   Umræður
14:00-14:20   Kaffihlé og kynning á framkvæmd bólusetninga
14:20-14:40   Þátttaka í bólusetningum 2018 - Lilja Björk Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri gagnateymis HH
14:40-15:00   Eftirlit með bólusetningum i Sögu - Ásdís Árnadóttir og Þórunn Erla Ómarsdóttir hjúkrunarfræðingar Heilsugæslunni Sólvangi
15:00-15:10   Umræður
15:10-15.40   Bólusetningar í heilsuvernd skólabarna - Ása Sjöfn Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna
15:40-15:50   Umræður
15:50   Lokaorð

 

Undirbúningshópur fræðsludagsins

  • Kamilla S. Jósefsdóttir barnasjúkdómalæknir og verkefnastjóri bólusetninga á Sóttvarnasviði
  • Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
  • Sesselja Guðmundsdóttir sviðsstjóri ung- og smábarnaverndar á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
  • Jón Steinar Jónsson yfirlæknir á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
  • Júlíana Héðinsdóttir aðstoðarmaður sóttvarnalæknis

Dagskrá Fræðsludagsins

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?