Fræðadagar 2019

Vellíðan á vinnustað

Elleftu Fræðadagar heilsugæslunnar verða haldnir 31. október  – 1.  nóvember 2019.

Yfirskrift daganna að þessu sinni er: Vellíðan á vinnustað. Þetta sjónarhorn verður notað til að skoða fjölbreytt verkefni heilsugæslu. 

Fræðadagarnir verða haldnir á Hótel Nordica. 

Við hlökkum til að sjá ykkur á Fræðadögunum.

Skráning hefst 1. október

Dagskrá

Dagskráin er að verða tilbúin og verður birt hér á vefnum næstu daga. Að þessu sinni heita málstofur eftir íslenskum kvikmyndum

Þessar málstofur verða í boði auk aðalerinda í sameiginlegri dagskrá.

Fimmtudagur 31. október

Aðalerindi

  • Positive health - Jákvæð heilsa - Karoline van den Breket Dijkstra

Málstofur

  • Með allt á hreinu - Skimanir í heilbrigðisþjónustu
  • Jón Oddur og Jón Bjarni - Heilsuvernd barna

Föstudagur 1. nóvember

Málstofur

  • Englar alheimsins - Geðheilbrigði
  • Nýtt líf - Rafæn heilbrigðisþjónusta
  • Punktur, punktur, komma strik - Heilsa verðandi mæðra
  • Börn náttúrunnar - Líkn og lífslokameðferð
  • Stella í orlofi - Vellíðan á vinnustað 
  • Perlur og svín - Bland í poka

Aðalerindi - Síðasti bærinn í dalnum

  • Væntanlegt


Um Fræðadagana

Skipulagsstjóri Fræðadaganna  að þessu sinni er Alma María Rögnvaldsdóttir, fagstjóri hjúkrunar í Heilsugæslunni Hamraborg  Aðrir í nefndinni eru Elín Eiríksdóttir, Jón Steinar Jónsson, Kristín Sif Gunnarsdóttir, Óttar G. Birgisson, Sesselja Guðmundsdóttir, Sólveig Hlín Kristjánsdóttir og Unnur Þóra Högnadóttir.

Fræðadagar eru árlegur viðburður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og verða nú haldnir í ellefta sinn.