icon

Hafa sambandSamband frá skiptiborði virka daga frá kl 8:00 til 16:00
icon

Leiðbeiningar til gestaGengið er inn um aðalinngang Skrifstofu HH og farið upp á 2. hæð þar sem er dyrabjalla. Þar er gestum boðið inn og vísað upp á þriðju hæð.
 

Hér erum við staðsett


Fréttamynd

04.05.2020

Ung- og smábarnavernd að færast í eðlilegt horf

Stefnt er á að skoðanir í ung- og smábarnavernd verði aftur með venjubundnum hætti en áfram áhersla á að einungis eitt foreldri mæti með barnið í skoðanir. Mikilvægt er að veikt foreldri mæti alls ekki með barn og að ekki sé komið með veik börn í ung- og smábarnavernd.... lesa meiraSjá allar fréttir

Starfsmenn

magnifier
StarfsmennStarfsheitiSímiNetfang
Agnes Sigríður AgnarsdóttirFagstjóri sálfræðinga513-5000
Anna Bryndís BlöndalLyfjafræðingur513-5000
Arna Þórdís ÁrnadóttirFulltrúi513-6314
Auður ÓlafsdóttirVerkefnastjóri hreyfiseðla513-6309
Ása Sjöfn LórensdóttirFagstjóri heilsuverndar skólabarna 513-6317
Ástþóra KristinsdóttirHjúkrunarfræðingur/sérfræðiljósmóðir513-6305
Elínborg BárðardóttirKennslustjóri513-6307
Emil Lárus SigurðssonForstöðumaður513-6313
Gerður A. ÁrnadóttirKennslustjóri kandídata513-5531
Hólmfríður GuðmundsdóttirYfirtannlæknir513-5028
Jón Steinar JónssonYfirlæknir513-6306
Karitas ÍvarsdóttirLjósmóðir513-6308
Kristján LinnetLyfjafræðingur513-6316
Margrét Ólafía TómasdóttirAðstoðarkennslustjóri513-5000
Óla Kallý MagnúsdóttirNæringarfræðingur513-5000
Ósk IngvarsdóttirLæknir513-6311
Ragnheiður BachmannLjósmóðir513-6304
Sesselja GuðmundsdóttirSviðsstjóri ung- og smábarnaverndar513-5046

Fagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu

Heilbrigðisráðherra skipar fagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu sem vinnur að stefnumörkun og tryggir tengsl við aðrar heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar.

 

Fagráðið starfar innan Þróunarmiðstöðvarinnar.

 

Fagráðið er þannig skipað:

 

 • Emil Lárus Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarmiðstöðvarinnar, formaður
 • Óskar Reykdalsson, tilnefndur af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
 • Örn Ragnarsson, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Norðurlands
 • Anna Guðríður Gunnarsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Suðurlands
 • Íris Dröfn Björnsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
 • Hulda Gestsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Vesturlands
 • Pétur Heimisson, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Austurlands
 • Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
 • Sigríður Sía Jónsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisvísindasviði Háskóla á Akureyri
 • Ragnar Pétur Ólafsson, tilnefndur af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands
 • Oddur Steinarsson, tilnefndur af heilsugæslustöðvunum Salahverfi, Urðarhvarfi, Höfða og Lágmúla

 

Fagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu

Á myndinni eru frá vinstri: Hulda, Ragnar Pétur, Súsanna Björg, Sigríður Sía, Örn, Oddur, Pétur, Íris Dröfn og Emil Lárus.
Á myndina vantar Óskar og Önnu Guðríði.

Hlutverk

Ný stofnsett Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu leiðir faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu. 

Þróunarmiðstöð vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar.

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslunnar starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Sagan

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hóf störf í nóvember 2018.

Miðstöðin tekur viða af Þróunarsviði sem var hluti af Skrifstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þróunarsvið var áður Þróunarstofa sem var sett á laggirnar í maí 2009 í framhaldi af nýjum áherslum. Þróunarstofa tók að hluta til við fyrri verkefnum Miðstöðvar mæðraverndar, Miðstöðvar heilsuverndar barna og Miðstöðvar Tannverndar.

Mæðravernd

Ragnheiður I. Bjarnadóttir yfirlæknir

 

Mæðraverndarsvið vinnur að þróun og uppbyggingu mæðraverndar og stuðlar að samræmingu hennar með því að:

 • vera faglegur bakhjarl við heilsugæsluna
 • veita heilbrigðisstarfsfólki og almenningi faglega ráðgjöf, fræðslu og stuðning
 • vinna að vísindarannsóknum í mæðravernd
 • vinna með heilbrigðisyfirvöldum og heilsugæslu landsins að stefnumótun mæðraverndar á landsvísu

 Helstu verkefni mæðraverndarsviðs eru:


 • innleiðing klínískra leiðbeininga um mæðravernd
 • sérfræðiþjónusta fæðinga- og kvensjúkdómalækna á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins
 • símaráðgjöf
 • stoðþjónusta, til dæmis viðtöl við verðandi foreldra sem vilja hætta að reykja
 • gerð og dreifing fræðsluefnis fyrir fagfólk og almenning
 • fæðingafræðslunámskeið
 • vísindarannsóknir
 • fagrýni
 • að halda uppi samskiptum við kvennadeild LSH um sameiginleg málefni er varða mæðravernd
 • samstarf við HÍ samkvæmt samstarfssamningi HH og HÍ
 • þátttaka í fagráði Landlæknis um mæðravernd

Tannvernd

Hólmfríður Guðmundsdóttir tannlæknir

 

Sviðið vinnur með heilbrigðisyfirvöldum að því að leiða umbótastarf og samræma tannvernd innan heilsugæslunnar á landsvísu.

Tannlæknisþjónusta er gjaldfrjáls fyrir öll börn með skráðan heimilistannlækni. Heilsugæslan annast upplýsingagjöf og eftirfylgni með því að foreldrar gangi frá skráningu heimilistannlæknis fyrir börn sín.

Lyfjamál

Kristján Linnet lyfjafræðingur
 

Á lyfjasviði er meðal annars tekið saman yfirlit um lyfjaávísanir lækna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Ung- og smábarnavernd

Sesselja Guðmundsdóttir sviðsstjóri
 

Hlutverk Ung- og smábarnaverndarsviðs er að þróa, leiða og samræma heilsuvernd ung- og smábarna í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og heilsugæsluna á landsvísu. Hefðbundin ung- og smábarnavernd fer fram á heilsugæslustöðvum og hefur það markmið að styðja við heilsu og þroska barna frá fæðingu til 6 ára aldurs.

Helstu verkefni


 • Þróun og endurskoðun verklags- og vinnuleiðbeininga fyrir ung- og smábarnavernd.
 • Fræðsla og símenntun fagfólks heilsugæslunnar sem sinnir ung- og smábarnavernd, til dæmis með námskeiðum og fræðsludögum.
 • Fræðsla og gerð fræðsluefnis fyrir foreldra um efni sem snertir ung- og smábörn, til dæmis uppeldi.
 • Upplýsingar til starfsfólks heilsugæslunnar með viðeigandi efni, meðal annars með virkum tölvusamskiptum og upplýsingum á heimasíðu
 • Söfnun upplýsinga um heilsufar barna og starfsemi ung- og smábarnaverndar og úrvinnsla þeirra.  

Heilsuvernd skólabarna

Ása Sjöfn Lórensdóttir


Sviðið hefur það hlutverk að þróa, leiða og samræma heilsuvernd skólabarna í samráði við heilbrigðisyfirvöld og heilsugæsluna á landsvísu.

Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Starfsemi heilsuverndar skólabarna er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda. Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru fræðsla og heilsuefling, bólusetningar, skimanir og skoðanir og umönnun veikra og slasaðra barna ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.

Sérnám í heimilislækningum

Elínborg Bárðardóttir kennslustjóri


Sérnám í heimilislækningum fer fram samkvæmt marklýsingu um sérnám í heimilislækningum þar sem tekið er mið af fyrir fram ákveðnum kröfum um þekkingu, færni, viðhorf og skilning á heimilislækningum.  Námið er einstaklingsmiðað og að mestu leiti starfsnám sem skiptist í 3ja ára starfsnám í heilsugæslu og 2ja ára starfsnám á sjúkrahúsi.  Starfsnámið er undir handleiðslu sérfræðinga, heimilislækna sem leiðbeina, styðja og hafa eftirlit með sérnámslækni.

Leiðbeiningar

Mæðravernd á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu gefur reglulega út Fróðleiksmola um mæðravernd. 

 

Starfsfólk miðstöðvarinnar kemur að gerð ýmissa leiðbeininga um verklag í heilsugæslu.

 

Fróðleiksmolana og aðrar leiðbeiningar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er að finna hér á vefnum undir Fagfólk, efst í vinstra horninu.

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?