Óskum eftir hjúkrunarfræðingum til að taka þátt í baráttunni gegn Covid-19

null

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum til að taka þátt í sögulegu verkefni sem felur í sér að bólusetja heila þjóð vegna covid-19. Einnig að taka þátt í sýnatökum. Um er að ræða störf í tímavinnu á tímabilinu apríl til og með júlí.  Æskilegt er að viðkomandi hefi störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Um störf á höfuðborgarsvæðinu er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Bólusetningar
  • Blöndun bóluefna
  • Sýnatökur

Hæfnikröfur

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Sjálfstæði í starfi, skiplagningarhæfni og öguð vinnubrögð
  • Mikill sveigjanleiki og samskiptahæfni
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Reynsla og áhugi á teymisvinnu
  • Íslenskukunnátta

Nánari Lýsing

Stéttarfélag er Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal fylgja staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er -1%
Umsóknarfrestur er til og með 21.04.2021

Nánari upplýsingar veitir

Sigurborg Jónsdóttir - sigurborg.jonsdottir@heilsugaeslan.is - 513-5000

HH Hjúkrunarforstjóri
Álfabakki 16
109 Reykjavík

Sækja um starf »