Fjölskyldumeðferðaraðili - Geðheilsuteymi fjölskylduvernd

null

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir meðferðaraðila í tímabundið starf til eins árs við Geðheilsuteymi fjölskylduvernd. Starfshlutfall er 50%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Geðheilusteymi fjölskylduvernd, sem áður hét Miðstöð foreldra og barna, veitir tengslaeflandi fjölskyldumeðferð  fyrir foreldra á meðgöngu og eftir fæðingu. Geðheilsuteymið nær til allra heilbrigðisumdæma og þar starfar þverfaglegur hópur með handleiðslu sérfræðinga í meðferð ungbarnafjölskyldna.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • sérhæfð meðferð til að efla tengslamyndun á milli foreldra og barns á meðgöngu og að 2 ára aldri barns
 • vinna í þverfaglegu teymi
 • fræðsla og ráðgjöf
 • þátttaka í kennslu, rannsóknum og þróun starfseminnar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Hæfnikröfur

 • Háskólamenntun á sviði hjúkrunar, félagsráðgjafar eða sálfræði
 • Starfsleyfi frá Landlækni
 • Reynsla af eigin meðferð og/eða handleiðslu
 • Viðbótarnám í fjölskyldumeðferð æskilegt
 • 3-5 ára reynsla af samtalsmeðferð
 • Reynsla og áhugi á að vinna með fjölskyldum
 • Reynsla og áhugi á teymisvinnu
 • Framúrskarandi samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
 • Faglegur metnaður og ábyrgði í starfi
 • Reynsla af fræðslu- og námskeiðhaldi kostur
 • Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta

Nánari Lýsing

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Einnig skal fylgja staðfestingu af eigin meðferð og handleiðslu. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.  Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.

Tekið er mið af jafnréttis- og mannaréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 12.04.2021

Nánari upplýsingar veitir

Stefanía Birna Arnardóttir - stefania.birna.arnardottir@heilsugaeslan.is - 661-7333

Sæunn Kjartansdóttir - saeunn.kjartansdottir@heilsugaeslan.is - 513-6770

HH Geðheilsuteymi HH fjölskylduvernd
Álfabakki 16
109 Reykjavík

Sækja um starf »