Móttökuritarar - sumarafleysingastörf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Móttökuritarar - sumarafleysingastörf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir móttökuriturum í sumarafleysingastörf. Um er að ræða störf á Heilsugæslunni Árbæ, Hamraborg, Hlíðum, Miðbæ, Mosfellsumdæmi og Seltjarnarnesi og Vesturbæ. Ráðningartímabilið frá 6 vikum upp í 3 mánuði. Vinnutími er frá kl. 8-16 virka daga auk einstakra síðdegisvakta.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felst í símsvörun og móttöku skjólstæðinga, tímabókunum, innheimtu þjónustugjalda, uppgjöri og öðrum tilfallandi verkefnum í móttöku heilsugæslustöðva.

Hæfnikröfur

- Heilbrigðisritaramenntun og/eða nám sem nýtist í starfi - Reynsla af móttökuritarastarfi er æskileg - Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum - Góð almenn tölvukunnátta - Reynsla af Sögukerfi er kostur - 18 ára aldur er skilyrði - Góð íslensku- og enskukunnátta

Nánari Lýsing

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Ef óskað er eftir að starfa á ákveðinni heilsugæslustöð þá vinsamlegast takið það fram.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.04.2020

Nánari upplýsingar veitir

Sigurborg Jónsdóttir - sigurborg.jonsdottir@heilsugaeslan.is - 513-5000

Kristín Guðrún Lúðvíksdóttir - kristin.gudrun.ludviksdottir@heilsugaeslan.is - 513-5000

HH Svið mannauðs- og nýliðunar
Álfabakki 16
109 Reykjavík

Sækja um starf »