Nýr heimilislæknir Heilsugæslunni Sólvangi

Mynd af frétt Nýr heimilislæknir Heilsugæslunni Sólvangi
02.01.2020
Berglind Gunnarsdóttir, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í heimilislækningum við Heilsugæsluna Sólvangi frá 1. nóvember 2019. 

Berglind lauk grunnnámi læknisfræðinnar Syddansk Universitet, Odense á árunum 2006 til 2012. Hún tók svo kandídatsárið hér heima og fékk lækningaleyfi í ágúst 2013. Að því loknu starfaði hún á Heilsugæslunni Miðbæ, á barnasviði Landspítala Háskólasjúkrahúss og á háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss.

Berglind hóf formlega sérnám í heimilislækningum í september 2015 og lauk því í október 2019. Hún tók sérnámið á Heilsugæslunni Sólvangi og er því öllum hnútum kunnug.

Við viljum bjóða Berglindi velkomna til áframhaldandi starfa innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.