Ráðning fagstjóra hjúkrunar við Heilsugæsluna Árbæ

Mynd af frétt Ráðning fagstjóra hjúkrunar við Heilsugæsluna Árbæ
02.05.2016

Helga Sævarsdóttir hefur verið ráðin fagstjóri hjúkrunar við Heilsugæsluna Árbæ.

Helga Sævarsdóttir útskrifaðist með B.S. gráðu í hjúkrunarfræði  frá Háskóla Íslands 1994. Hún lauk meistaraprófi í lýðheilsuvísindum frá heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands 2011.  

Helga hefur fjölþætta starfsreynslu við hjúkrun og átján ára reynslu af starfi innan heilsugæslu. Hún hóf störf á Heilsugæslunni Mosfellsbæ 1999 og starfaði þar sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni til ársins 2009 er hún flutti sig yfir á Heilsugæsluna Árbæ þar sem hún starfar í dag. 

Við bjóðum Helgu velkomna til nýrra starfa innan Heilsugæslunnar.