Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar - skráning hafin á haustönn 2018

Mynd af frétt Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar - skráning hafin á haustönn 2018
21.08.2018

Skráning er hafin á Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar á haustönn 2018. 

Þessi námskeið, sem hafa verið mjög vel sótt undanfarin ár, miða að því að skapa sem best uppeldisskilyrði fyrir börn með því að kenna foreldrum jákvæðar og árangursríkar aðferðir.

Fjallað er um hvernig er hægt að:

Koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika
Hjálpa börnum að þróa með sér öryggi, sjálfstæði og jákvæðni
Auka eigin styrkleika og færni í foreldrahlutverkinu
Nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt
Kenna börnum æskilega hegðun
Takast á við venjuleg vandamál í uppeldi

Þannig er lagður grunnur að því að barnið þroski með sér eiginleika og læri færni sem gagnast því til frambúðar. Sömuleiðis er dregið úr líkum á erfiðleikum í hegðun, líðan og samskiptum hjá barninu til lengri og skemmri tíma.

Árangur af foreldrafærninámskeiði (Gyða Haraldsdóttir o.fl., 2014) hér á landi, sem byggist á gagnreyndri þekkingu um árangursríkar uppeldisaðferðir, sýndi að foreldrar voru líklegri til að nota meira af æskilegum uppeldisaðferðum og minna af óæskilegum aðferðum eftir að hafa setið námskeið. Sömuleiðis voru foreldrar sjálfsöruggari í uppeldinu og treystu sér betur til að setja nauðsynleg mörk og gefa skýr skilaboð

Námskeiðin eru niðurgreidd fyrir atvinnulausa foreldra.

Uppeldisnámskeiðin eru haldin af Þroska- og hegðunarstöð og á námskeiðssíðunni eru nánari upplýsingar.