Tvöföld ánægja

Námskeið fyrir verðandi tvíburaforeldra

Á námskeiðinu er fjallað um tvíburameðgöngu og fæðingu tvíbura. 

Einnig er fjallað um brjóstagjöf tvíbura, umönnun barnanna og skoðuð er mynd um tvíburafæðingu.  

Æskilegt er að sækja námskeiðið á fyrri hluta meðgöngu. 

Leiðbeinandi er ljósmóðir og tvíburamóðir. 

Staðsetning og fyrirkomulag

Námskeiðin eru haldin í Þönglabakka 1, 2. hæð. Inngangur frá bílastæði Þönglabakka milli Rauðakrossbúðarinnar og Nettó. 

Það er mikilvægt að mæta tímanlega þar sem innganginum er lokað þegar námskeiðið hefst. 

Boðið er uppá kaffi og te. Gjarnan má hafa með sér smávægilegt að borða. 

Hvert námskeið er í 2 skipti, 2 - 3 klst hvert sinn.

Skráning og verð

Næsta námskeið:

  • 4. og 11. september kl. 16:00

 

        

Umsjón

Námskeiðin eru á vegum Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar. 

Nánari upplýsingar í síma 513-5000