Meðferð algengra sýkinga utan spítala

Þessar ráðleggingar eru ætlaðar læknum í daglegu starfi þegar meðhöndla skal þær sýkingar sem algengastar eru meðal sjúklinga heilsugæslunnar. 

Ráðleggingarnar voru þýddar og staðfærðar af starfshópi á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með leyfi STRAMA

 

Bæklingurinn í heild:

Kaflar:

  • Bráð miðeyrnabólga
  • Skútabólga hjá börnum og fullorðnum
  • Hálsbólga
  • Bráð berkjubólga og lungnabólga hjá fullorðnum og börnum
  • Þvagfærasýkingar hjá konum /Sýklar í þvagi án einkenna
  • Hrúðurgeit / Heimakoma / Sárasýking / Sýkt fótasár
  • Sýkingar í kattar- og hundsbiti / Flökkuroði
  • Merki um alvarlega sýkingu hjá börnum

Ítarefni: 

Um ráðleggingarnar

Viðhald, leiðréttingar, ábendingar

Þessum bæklingi verður breytt eftir því sem tilefni gefst til. Finni menn eitthvað sem betur má fara eru menn beðnir að senda ábendingar til starfshópsins.

Athygli er vakin á því að í prentuðu útgáfunni er meinleg afritunarvilla þar sem er að finna röng lyfjaheiti við súlurnar tvær lengst til hægri yfir næmi E.Coli. Þar stendur annars vegar Erýtromýcín en á að vera Nítrofúrantoín og hins vegar Klindamýcín en á að vera Cíprofloxacín. Þetta hefur verið leiðrétt í vefútgáfunni sem er hér.

Starfshópurinn

Í desember 2014 var hafin vinna innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) í samstarfi við Embætti landlæknis og LSH við að sníða leiðbeiningar STRAMA (strategigruppen för rationell antibiotikaanvändning och minskad antibiotikareststens) að íslenskum aðstæðum.

Elín Arna Ellertsdóttir sá um fyrstu grunnþýðingu sænska textans. Textinn var svo lagfærður og leiðbeiningarnar lagaðar að íslenskum aðstæðum, ekki síst með tilliti til næmis/ónæmis sýkla hér á landi gagnvart sýklalyfjum. Af hálfu HH komu að verkinu Jón Steinar Jónsson, heimilislæknir, Kristján Linnet, lyfjafræðingur og Oddur Steinarsson, heimilislæknir, en af hálfu hinna stofnananna þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir sýklafræðideildar LSH. Michael Clausen, barnalæknir kom með ýmsar ábendingar, og einnig Pétur Heimisson, heimilislæknir.

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?