8. Um ábyrgðaraðila, persónuverndarfulltrúa, samskipti, endurskoðun og kvartanir

8.1. Um ábyrgðaraðila

HH ber ábyrgð á allri vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer af hálfu stofnunarinnar. HH starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og sinnir heilsugæslu í heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins. HH samanstendur af fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Einnig eru innan HH sérþjónustustöðvar, Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Þroska- og hegðunarstöð, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu. HH ásamt Embætti landlæknis er jafnframt með verkefnið Heilsuvera, þar sem hægt er að hafa samskipti við starfsfólk HH og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.

Stofnunin sinnir kennslu nemenda í heilbrigðisgreinum og sérmenntun háskólamenntaðra heilbrigðisstarfsmanna á grundvelli samninga við háskóla og aðrar menntastofnanir, háskólasjúkrahús eða kennslusjúkrahús og vísindamenn á sviði heilsugæslu.

Skrifstofa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er í Álfabakka 16, 109 Reykjavík.

Símanúmer stofnunarinnar er 513-5000 og netfang hennar er heilsugaeslan@heilsugaeslan.is.

Forstjóri stofnunarinnar ber ábyrgð á öll meðferð og vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og reglna settra á grundvelli þeirra.

Yfirumsjón sjúkraskrár HH er hjá framkvæmdastjóra lækninga HH.

8.2. Um persónuverndarfulltrúa

Öllum erindum tengdum vinnslu persónuupplýsinga um þig innan HH skal beina til persónuverndarfulltrúa. Þú getur sent erindi til persónuverndarfulltrúa á netfangið  personuverndarfulltrui@heilsugaeslan.is. Einnig getur þú sent erindi með bréfpósti en þá skal umslagið vera merkt persónuverndarfulltrúa.

Persónuverndarfulltrúi tekur á móti fyrirspurnum og beiðnum frá þeim einstaklingum sem HH vinnur upplýsingar um, auk þess að ráðleggja HH um vinnslu persónuupplýsinga og gegna því hlutverki að vera tengiliður við Persónuvernd. Erindi skjólstæðinga í tengslum við sjúkraskrár eru tekin fyrir af þeirri heilsugæslustöð stöð sem viðkomandi er skráður á hjá.

8.2.1. Viltu fá upplýsingar um- eða aðgang að þínum persónuupplýsingum?

Þú getur óskað eftir upplýsingum eða aðgangi að persónuupplýsingum þínum með því að fylla út form.

HH hefur einn mánuð til að svara erindi þínu en ef erindið leiðir til umfangsmikillar vinnu getur HH framlengt frestinn  til að bregðast við beiðninni í  tvo mánuði.

8.2.2. Viltu fá upplýsingar eða aðgang að sjúkraskrárupplýsingum þínum?

Samkvæmt lögum nr. 55/2009 um sjúkraskrár hefur þú, eða umboðsmaður þinn, þegar rétt á aðgangi að þinni sjúkraskrá eða að fá afhent afrit af henni óskir þú þess, í heild eða að hluta og til að fá útskýringar á hverju því sem þú hugsanlega skilur ekki. Undir vissum kringumstæðum, gæti þér verið meinaður aðgangur að hluta upplýsinga, t.d. ef talið er að slíkt gæti á einhvern hátt leitt til heilsufarsskaða fyrir þig eða ef það brýtur trúnað við þriðja aðila. 

Ef óskað er upplýsinga úr sjúkraskrá skal fylla út þar til gerða beiðni um upplýsingar úr sjúkraskrá.

HH innheimtir lágmarks  umsýslukostnað í tengslum við afhendingu afrits sjúkraskrár.

8.3. Um kvartanir

Ef að þú ert ósátt/ur við vinnslu HH á persónuupplýsingum getur þú sent erindi til Persónuverndar.

8.4. Um endurskoðun persónuverndarstefnu

Persónuverndarstefnan var samþykkt í framkvæmdastjórn HH þann 13. nóvember 2019.

Meðferð persónuupplýsinga sem tilgreind er í stefnunni er í samræmi við gildandi persónuverndarlög.

Breytingar geta orðið á persónuverndarstefnu HH frá einum tíma til annars til samræmis við breytingar á lögum eða reglugerðum eða ef breytingar verða á hvernig unnið er með persónuupplýsingar hjá stofnuninni. Breytingar taka gildi þegar uppfærð útgáfa hefur verið birt á vefsíðu HH.