Breytingaskeiðið: ósköpin öll

Opið málþing í Hörpu

Breytingaskeiðið: ósköpin öll - opið málþing í Hörpu, 19. janúar 2023.

Viðburðurinn er í boði Læknafélags Íslands, Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Feimu, fræðslufélags um breytingaskeið kvenna og er haldinn í Silfurbergi A í Hörpu.

Aðalfyrirlesari málþingsins er Dr. Louise Newson, sem er brautryðjandi í málefni breytingaskeiðsins í Bretlandi þar sem hún rekur víða móttökur fyrir konur á breytingaskeiði. Dr. Newson á stóran þátt í þeirri vitundarvakningu sem orðið hefur um málefnið undanfarin ár, bæði í Evrópu en einnig hér á Íslandi. Auk Newson mun sænski kvensjúkdómalæknirinn Angelique Flöter Rådestad sem hefur sérþekkingu á áhrifum testosteróns á konur og Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og yfirlæknir Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins flytja erindi.

Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn meðan húsrými leyfir. Vakin er athygli á að tvær af þremur fyrirlesurum flytja erindi sín á ensku.

Dagskrá

17:00 - 17:05 

Opnun fundarins

Fundarstjóri: Steinunn Zophoníasdóttir ljósmóðir hjá Kvenheilsu HH og stjórnarmeðlimur Feimu. 

17:05 - 18:15 

Perimenopause and Menopause - What is all the fuss about?

Dr. Louise Newson, heimilislæknir og sérfræðingur í breytingaskeiði kvenna

18:15 - 18:40

The impact of testosteron for women‘s sexual function.

Angelique Flöter Rådestad, kvensjúkdómalæknir á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð

18:40 - 19:00

Er þetta bara þyngdarauking og þras?

Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og yfirlæknir Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

19:00 - 19:05  Samantekt fundar og fundarslit,

 

Streymi og upptaka

Fyrirlesturinn var öllum opinn og honum var einnig streymt til að fólk gæti líka fylgst með að heiman. 

Upptaka af streyminu er ekki lengur aðgengileg.

Fannst þér efnið hjálplegt?

Rusl-vörn


Af hverju ekki?

Rusl-vörn