Fréttamynd

13.02.2020

Óveður 14. febrúar

Það er lágmarksstarfssemi á heilsugæslustöðvum, a.m.k. fram að hádegi. Hafið samband við stöðvarnar til að færa til bókaða tíma. Notum skynsemina og förum varlega.... lesa meira

Fréttamynd

13.02.2020

Munum eftir handþvottinum

Með góðum handþvotti er hægt að hindra að sýklar berist staða á milli. Heima og á vinnustöðum er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um mikilvægi handþvottar.... lesa meira

Fréttamynd

12.02.2020

Heilsugæslan nýtur mikil trausts

Í nýlegri þjónustukönnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Sjúkratryggingar Íslands kemur fram að mikið traust er borið til heilsugæslunnar en 74% þátttakenda sögðust bera mjög mikið eða fremur mikið traust til heilsugæslunnar. ... lesa meira

Fréttamynd

06.02.2020

Mat á árangri HH 2014-2019

Út er komin skýrsla þar sem farið er yfir árangur síðustu fimm ára, með tölum og texta. Umsvif heilsugæslunnar hafa aukist til muna síðustu ár. Aðgengi að þjónustu er gott, þar sem bráðavanda er sinnt samdægurs og aukin áhersla á þverfaglega verkferla og mismunandi þjónustuform, s.s. aukna rafræna þjónustu. Þetta skilar betri heilbrigðisþjónustu og bættu heilbrigði þar sem áhersla er lögð á að veita rétta þjónustu á réttum stað á réttum tíma. ... lesa meira

Fréttamynd

06.02.2020

Litlu og raunhæfu skrefin

Heilsuráð - Almenn vitneskja er um góð áhrif hreyfingar og holls mataræðis á andlega sem líkamlega líðan. Fjöldamargar rannsóknir styðja það. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um ýmiss konar mataræði á undanförnum árum. Þar hefur borið hæst ketó, lágkolvetnamataræði, vegan- eða grænmetisfæði og föstur. ​... lesa meira

Fréttamynd

05.02.2020

Nýr kennslustjóri á ÞÍH

Í gær bættist í kennsluteymishópinn á ÞÍH. Margrét Ólafía Tómasdóttir, heimilislæknir, hefur tekið að sér 20% kennslustjórastöðu í sérnámi í heimilislækningum. ... lesa meira

Fréttamynd

04.02.2020

Næringarfræðingur á ÞÍH

Nú er næringarfræðingur tekinn til starfa á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) en Óla Kallý Magnúsdóttir hóf störf þann 3.febrúar. ... lesa meira

Fréttamynd

03.02.2020

Handþvottur

Ein árangursríkasta leiðin til að koma í veg fyrir sýkingar er handþvottur. Handþvottur minnkar ekki einungis hættu á kórónaveirusmiti, heldur smitast fjölmargir aðrir sjúkdómar með höndum. Á vefnum heilsuvera.is eru mjög góðar leiðbeingar um um handþvott og mikilvægi hans.... lesa meira


Fréttamynd

30.01.2020

Hreyfing - allra meina bót

Heilsuráð - Nú er nýtt ár hafið með loforðum um bætt líferni og von um betra líf sér og sínum til handa. Þá styrkir það kannski einhverja í vali sínu á loforðum að WHO hefur bent á að ónóg hreyfing sé einn af helstu áhættuþáttum fyrir dauða í heiminum. ... lesa meira


Fréttamynd

23.01.2020

HH tekur þátt í Nightingale áskoruninni

Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO, hefur tilnefnt árið 2020 sem ár hjúkrunar og ljósmóðurfræði í tilefni af 200 ára afmæli Florence Nightingale. Lokaátakið í þessari herferð er Nightingale áskorunin sem kemur til framkvæmda 2020.... lesa meira

Fréttamynd

23.01.2020

Hugað að eigin heilsu á meðgöngu

Að huga vel að eigin heilsu eykur líkur á því að meðgangan og fæðingin gangi vel og móður og barni heilsist vel. Á meðgöngu gefst tækifæri til að endurskoða daglegar venjur með það í huga að búa barni sínu bestu skilyrði til vaxtar og þroska. ... lesa meira

Fréttamynd

22.01.2020

HH fær þrjá gæðastyrki

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti í gær styrki til sjö gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. Að þessu sinni fengu verkefni á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) þrjá styrki.... lesa meira

Fréttamynd

17.01.2020

Opið fyrir tilvísanir í Geðheilsuteymi HH suður

Geðheilsuteymi HH suður er nýtt þverfaglegt teymi HH sem sinnir íbúum Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar, 18 ára og eldri með greindan geðsjúkdóm sem hafa þörf á þverfaglegri aðkomu fagfólks. Teymið býður upp á sömu þjónustu og teymin tvö sem fyrir eru, Geðheilsuteymi HH austur og vestur, sem sinna Reykjavík.... lesa meira

Fréttamynd

16.01.2020

Sykursýki 2 er flókinn sjúkdómur

Sykursýki veldur ýmsum fylgikvillum en með góðri sjálfsumönnun, markvissu eftirliti og meðferð hjá heilbrigðisstarfsfólki er hægt að koma í veg fyrir eða seinka fylgikvillum. Fólki með sykursýki er ætlað að sjá um meðferð við sjúkdómnum í samvinnu við fagfólk og ber sjálft meginþungann af daglegri umönnun.... lesa meira

Fréttamynd

13.01.2020

Heilsuvera.is á flugi - tölfræðin

Þekkingarvefurinn heilsuvera.is fór í loftið í nóvember 2017. Vefnum er ætlað að koma áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis á framfæri við almenning. Efnið kemst ekki til skila ef almenningur veit ekki af vefnum og því hafa heimsóknir verið mældar nákvæmlega frá því í apríl 2018. ... lesa meira

Fréttamynd

13.01.2020

Heilsan á nýju ári

Í upphafi nýs árs strengja margir sér nýársheit, hjá mörgum tengjast slík heit bættri heilsu. Öll heilsubót er af hinu góða en hafa ber í huga að vænlegast til árangurs er að markmiðin sem sett eru séu bæði raunhæf og mælanleg. ... lesa meiraSjá allar fréttir