Fréttasafn

  Fréttamynd

  12.12.2013

  Gjafabréf á foreldranámskeiðið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar

  Á Þroska- og hegðunarstöð eru til sölu gjafabréf á foreldranámskeiðið „Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar". Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna foreldrum aðferðir til að skapa æskileg uppeldisskilyrði sem líklegust eru til að skila árangri í lífi barns. Þannig er lagður grunnur að því að barnið þroski með sér mikilvæga eiginleika og læri færni sem nýtist því til frambúðar. ... lesa meira  Fréttamynd

  02.10.2013

  Árleg bólusetning gegn inflúensu

  Árleg bólusetning gegn inflúensu hefst á heilsugæslustöðvum mánudaginn 7. október 2013. Árviss faraldur af völdum inflúensu A og oftast einnig af völdum inflúensu B hefst oft í desember eða janúar, en gera verður ráð fyrir að upphaf inflúensufaraldurs geti verið frá október til mars.... lesa meira

  Fréttamynd

  28.08.2013

  Gjaldfrjálsar tannlækningar barna

  Þann 1. september öðlast þriggja ára börn og börn á aldrinum 12–14 ára rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum en áður var rétturinn einskorðaður við 15, 16 og 17 ára börn... lesa meira
  Fréttamynd

  04.07.2013

  Samningur um tannlækningar barna

  Samningur Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna tók gildi 15. maí. Tannlækningar barna verða greiddar að fullu af SÍ fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald. Samningurinn verður innleiddur í áföngum.... lesa meira

  Fréttamynd

  07.06.2013

  Sumartími síðdegisvaktar

  Sumar heilsugæslustöðvarnar stytta opnunartíma síðdegisvaktarinnar í sumar. Mismunandi er hvort opnunartíminn er styttur eða hvort dögum er fækkað. Nánari upplýsingar er að finna á forsíðu hverrar heilsugæslustöðvar.... lesa meira

  Fréttamynd

  06.06.2013

  Heimsókn heilbrigðisráðherra

  Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra heimsótti Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) 5. júní , ræddi við stjórnendur og kynnti sér starfsemina. Þetta er fyrsta stofnunin sem Kristján Þór heimsækir í embætti heilbrigðisráðherra... lesa meira  Fréttamynd

  30.04.2013

  Nýtt skipurit Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

  Þann 1. maí 2013 tekur gildi nýtt skipurit Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Með nýju skipuriti er starfsmannasvið lagt af, en til verður þróunarsvið (áður þróunarstofa) sem einnig annast framkvæmd starfsþróunar, en launaafgreiðsla og umsýsla er færð undir svið fjármála og rekstrar. ... lesa meira

  Fréttamynd

  29.04.2013

  Njóttu þess að borða

  Námskeið sem kallast „Njóttu þess að borða“ hefur formlega göngu sína 28. ágúst í Heilsugæslunni Árbæ. Þetta er heilsueflandi námskeið sem er ætlað konum í yfirvigt (með BMI yfir 30 kg/m²).Markmið námskeiðsins er að bæta heilsu kvenna í yfirvigt, aðstoða þær við að breyta lífsstíl til frambúðar með því að breyta hugarfari, matarvenjum og hreyfingu og draga þannig úr líkum á neikvæðum heilsufarsáhrifum sem óheilbrigður lífsstíll getur valdið.... lesa meira

  Fréttamynd

  29.04.2013

  Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum

  Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tekur gildi 4. maí 2013 í samræmi við breytingar á lögum sem Alþingi samþykkti þann 1. júní 2012. Meginmarkmiðið með lögunum er að auka jafnræði milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr lyfjakostnaði þeirra sem þurfa að nota mikið af lyfjum. ... lesa meira  Fréttamynd

  18.03.2013

  Ofbeldi í nánum samböndum - Klínískar leiðbeiningar

  Þessum leiðbeiningum er ætlað að vera hjálpartæki fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður við greiningu og fyrstu viðbrögð við ofbeldi í nánum samböndum. Markmið þeirra er að auðvelda þolendum að greina frá ofbeldinu svo hægt sé að meta afleiðingar þess á heilsu þeirra og vísa þeim á viðeigandi úrræði eða meðferð... lesa meira

  Fréttamynd

  13.03.2013

  Fræðsludagur um geðheilbrigðismál

  Hugarafl og Geðheilsustöð Breiðholts boða til opins fræðsludags um geðheilsu, geðrækt og lausnir fimmtudaginn 14.mars kl.17.00-19.00, í sal félagsstarfs Árskóga, Árskógum 4, Breiðholti.... lesa meira

  Fréttamynd

  05.03.2013

  Brjóstagjöf og tannvernd

  Í kjölfar tanntöku er æskilegt að draga úr næturgjöfum. Ef barnið sofnar út frá brjóstagjöf á kvöldin er mikilvægt að bursta tennurnar vel áður og aftur strax að morgni.... lesa meira

  Fréttamynd

  04.03.2013

  Fræðsludagur ljósmæðra

  Fræðsludagur ljósmæðra verður haldinn í Eirbergi st. 101, 7. mars 2013. Fyrir honum standa Þróunarstofa heilsugæslunnar, Háskóli Íslands/Námsbraut í ljósmóðurfræði og Landspítali háskólajúkrahús.... lesa meira


  Fréttamynd

  28.01.2013

  Hollusta vatns

  Áhersla Tannverndarvikunnar 2013, 28. janúar til 2. febrúar, verður á mikilvægi og hollustu VATNS. Vakin er athygli á kostum þess að velja vatn fram yfir aðra óhollari drykki og mikilvægi þess að fólk hafi greiðan aðgang að hreinu og góðu drykkjarvatni.... lesa meira


  Sjá allar fréttir