Námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar er sérstaklega þróað fyrir foreldra á Íslandi og stuðst við viðurkennd fræði og vel rannsakaðar aðferðir.

Lögð er áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði sem ýtir undir færni sem líkleg er til að nýtast barninu til frambúðar. Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðið á að henta öllum foreldrum ungra barna, a.m.k. að sex ára aldri.  

Hvert námskeið er samtals 8 klukkustundir, 2 klukkustundir í senn, alls 4 skipti. Þátttakendur þurfa að skrá sig og greiða fyrirfram og er ætlast til að mætt sé í öll fjögur skiptin.

Námskeiðsgjald er 10.600 kr. fyrir einstaklinga og 13.700 kr. fyrir pör -  námskeiðsgögn innifalin. Niðurgreitt er fyrir atvinnulausa foreldra.

Námskeiðið byggir á Uppeldisbókinni sem Skrudda gefur úr og er hún til sölu á námskeiðinu á afsláttarverði.

Frekari upplýsingar á throski@heilsugaeslan.is

Kynningarbæklingur um námskeiðið

Námskeiðin eru haldin í Þönglabakka 1, 2. hæð.

Námskeið á vorönn 2018

 • Námskeið 1: þriðjudaga 9., 16., 23. og 30. janúar  kl. 17:00-19:00  Fullbókað
 • Námskeið 2: fimmtudaga 1., 8., 15. og 22. febrúar kl. 17:00 - 19:00 Fullbókað
 • Námskeið 3: miðvikudaga 28., 7., 14., 21. mars kl. 19:30 - 21:30 Fullbókað
 • Námskeið 4: mán. 30.04. - miðv. 02.05. - mán. 14.05. og miðv. 16.05. kl. 19:30 - 21:30 Fullbókað
 • Næsta námskeið verður haldið á haustönn 2018
 • Frekari upplýsingar á throski@heilsugaeslan.is

Skráning

Lesa meira:

Agi, uppeldi og hegðun: Minnispunktar fyrir foreldra og aðra uppalendur

Samskonar námskeið eru haldin víðar um landið, t.d. á vegum heilsugæslu, félags- eða skólaþjónustu. Allir leiðbeinendur eru fagmenntaðir og hafa fengið sérstaka þjálfun á vegum ÞHS. 

Námskeiðið hefur hlotið marga styrki t.d. frá Fjölskylduráði, Lýðheilsusjóði, Félagsmálaráði Kópavogs, Forvarnanefnd Reykjavíkur og menntamálaráðuneyti.

Á uppeldisnámskeiðunum er áhersla lögð á að nota jákvæðar aðferðir til að laða fram æskilega hegðun og fyrirbyggja erfiðleika.

Meðal þess sem leitast er við að kenna foreldrum er að:

 • Koma sér saman um skipulag uppeldisins og setja sér markmið til framtíðar.
 • Ákveða hvaða hegðun og færni foreldrum finnst eftirsóknarverð í fari barnsins. 
 • Koma á föstum venjum frá upphafi sem setja ramma um daglegt umhverfi barnsins og veita því öryggi. 
 • Hafa raunhæfar væntingar til barnsins og gefa skýr skilaboð um til hvers er ætlast af því. 
 • Vera vakandi fyrir allri æskilegri hegðun barnsins og bregðast við með athygli, hrósi eða annarri umbun.
 • Velja og fylgja eftir fáum og skýrum reglum sem eru í samræmi við þroska og aldur barnsins.
 • Setja börnum skorður og hjálpa þeim að læra að setja sér eigin mörk.
 • Temja sér að vinna að því að fyrirbyggja erfiðleika fremur en að bíða þar til vandamál koma upp.
 • Hvetja markvisst til góðrar hegðunar með leiðsögn, beinni kennslu og síðast en alls ekki síst, með góðu fordæmi. Þetta þýðir að foreldrar þurfa að verða mjög meðvitaðir um sína eigin hegðun.
 • Verja reglulega tíma með barninu og skipuleggja skemmtilegar samverustundir allrar fjölskyldunnar.
 • Passa upp á sjálfan sig og makasambandið, leita aðstoðar þegar þarf.
 • Vinna saman að því að leysa verkefni eða vandamál sem upp koma.
 • Vanda sig og styðja hvort annað, en muna að enginn er fullkominn.