Hamraborg 8, 200 Kópavogi
Sími: 513-5800Fax: 513-5801

Almennur þjónustutími

Virka daga kl. 8:00 - 16:00
Síðdegisvakt mánudaga- fimmtudaga, frá kl. 16 - 18.

Heilsugæslan Hamraborg þjónar fyrst og fremst íbúum Kópavogs sem búa vestan Digranesvegar að Bröttubrekku, norðan Fífuhvamms- og Nýbýlavegar. Skráning á heilsugæslustöð fer fram í gegnum Réttindagátt sjúkratrygginga eða á staðnum.

Í afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar taka móttökuritarar við tímapöntunum, gefa almennar upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar og koma áríðandi skilaboðum til starfsfólks. 

Með rafrænum skilríkjum er hægt að bóka tíma, endurnýja lyf og senda einfaldar fyrirspurnir í gáttinni: heilsuvera.is

Lyfjaendurnýjun í síma

Læknaritarar taka niður beiðnir um lyfjaendurnýjun frá kl. 9:00 til 11:00 alla virka daga í síma 513-5802.

Eingöngu er hægt að fá þau lyf sem tekin eru að staðaldri og heimilislæknir þinn á stöðinni hefur áður ávísað. Ekki er hægt að fá svefnlyf, sýklalyf eða sterk verkjalyf endurnýjuð í þessum síma.

Læknarnir ávísa síðan lyfjunum eftir að hafa metið beiðnina. Nauðsynlegt er að panta tíma hjá heimilislækni eða ræða við hann símleiðis ef hann hefur ekki ávísað umbeðnu lyfi áður eða   langt er síðan hann hefur ávísað lyfinu. Eftirlit er nauðsynlegt við langtíma lyfjanotkun.

Þær lyfjapantanir sem berast á milli kl. 9:00 og 11:00 eru komnar í lyfjaverslanir daginn eftir.

Rafræn lyfjaendurnýjun

Athugið að með rafrænum skilríkjum er hægt að óska eftir lyfjaendurnýjun í gáttinni: Heilsuvera.is

Fjölnota lyfseðlar

Mikið hagræði er að því fyrir alla aðila að nota fjölnota lyfseðla ef um samfellda lyfjanotkun er að ræða til langs tíma. Vinsamlega leitið eftir notkun á fjölnota lyfseðlum hjá heimilislækni. Þeir eru ekki afgreiddir í lyfjasíma. 

Um síðdegisvaktina

 Síðdegisvaktin er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 16:00 til 18:00. Lokað á föstudögum.

Vaktin er ætluð fyrir bráð erindi og aðeins eitt vandamál. Afgreiðsla á síðdegisvakt verður ekki sú sama og í fyrirfram pöntuðum tíma að degi til. Við biðjum skjólstæðinga okkar að taka tillit til þess.

Komugjöld eru hærri eftir kl. 16:00

21.06.2017 16:21

Heilbrigðisráðherra heimsækir Heilsugæsluna Hamraborg og Heimahjúkun HH

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og fylgdarmenn, heimsóttu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) í dag, 21. júní, og skoðuðu tvær starfstöðvar í Kópavogi, ásamt...

Nánar

Ef þörf er á veikindavottorði vegna fjarveru úr skóla eða vinnu, þarf að hafa samband við lækni sem fyrst eftir að veikindi hefjast. Læknir metur hvort ástæða er til frekari skoðunar á stofu.

Læknisvottorð eru að jafnaði ekki gefin aftur í tímann og að lækni ber að votta það eitt sem hann hefur sannreynt.

Ath. að oft er ritun læknisvottorðs tímafrek og vandasöm.

Á hverjum morgni eru alltaf til tímar samdægurs. Þessir tímar eru ætlaðir fyrir bráða erindi og eitt vandamál. Þessa tíma er hægt að bóka í byrjun dags.

Frá kl. 8:00 til 16:00 er alltaf hægt að fá símasamband / viðtal við vakthafandi hjúkrunarfræðing. Hann metur vandamál þitt og leiðbeinir um úrlausn. Bráðatilvik hafa alltaf forgang.