Fræðslan er á vegum Þróunarsviðs heilsugæslunnar. Hún er haldin í Þönglabakka 1, 2. hæð. 

Inngangur er frá bílastæði Þönglabakka milli Rauðakrossbúðarinnar og Nettó. Hvert námskeið er 1 skipti, 2 1/2 klst í hvert sinn. Námskeiðið hentar vel snemma í meðgöngu. 

Námskeiðin byrja kl. 17:00 og það er mikilvægt að mæta tímanlega þar sem innganginum er lokað þegar námskeiðið hefst.
Boðið er uppá kaffi og te. Gjarnan má hafa með sér smávægilegt að borða.

Verð 5.800 kr. fyrir par og 2.900 kr. fyrir einstakling.

Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði brjóstagjafar sem gott er að fræðast um áður en barn fæðist.  

Rætt verður um brjóstagjöf fyrstu vikurnar eftir fæðingu, aðferðir við að leggja á brjóst, tengslamyndun og hvernig greina má þarfir barnsins. 

Einnig verður farið yfir eiginleika og framleiðslu brjóstamjólkur og vandamál sem geta komið upp fyrstu vikurnar.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Lilja Björk Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og brjóstagjafaráðgjafi IBCLC.

Skráning

  • Pör     Mikilvægt er að skrá báða aðila     

Námskeiðsgjald greiðist við skráningu með greiðlsukorti

Frekari upplýsingar má fá í síma 585-1300.        

   

Næstu námskeið 2018:   

  • Fimmtudagur 26. apríl     kl. 17:00-19:30
  • Mánudagur 7. maí           kl. 17:00-19:30
  • Þriðjudagur 22. maí         kl. 17:00-19:30